Hjólaleiðir Blönduósi
Á Blönduósi má finna sjö skemmtilegar hjólaleiðir eftir Maríu Ögn Guðmundsdóttur. Þessar leiðir liggja um fallegt og fjölbreytt landslag í nágrenni Blönduóss og henta bæði fyrir þá sem vilja styttri ferðir og þá sem leita að lengri og krefjandi ævintýrum. Vegalengdirnar eru frá 21 km upp í 151 km, svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Á Blönduósi er einnig gott úrval gistimöguleika, allt frá notalegum gistiheimilum til huggulegra sumarhúsa, sem gerir staðinn kjörinn fyrir hjólreiðaferð yfir helgi eða sem hluta af sumarfríinu. Hér er tilvalið að njóta náttúrunnar, skoða fallega sveitina og hjóla eftir vel skipulögðum leiðum.
Hér fyrir neðan má sjá hjólaleiðirnar í nágrenni Blönduóss, raðaðar frá stystu til lengstu leiðarinnar:
Gisting Blönduósi

Tjaldsvæðið er nokkuð slétt og gróið þó að nýjasti hluti þess sé ekki vel gróin. Skjólgott er á efri hlutanum en neðri hlutinn (nær ánni) fer undir sumarbústaði
Tjaldsvæðið BlönduósiHótel Blönduós er staðsett í gamla bænum á Blönduósi sem kunnugir segja einstakan sökum ósnortinnar götumyndar og hótelið nú óðum að taka á sig gullfallega mynd til samræmis við upphaflegt útlit. Elsti hluti hótelsins, hið svokallaða Sýslumannshús, var byggt árið 1900 en frá árinu 1943 hefur það þjónað ferðalöngum sem hótel og veitingastaður.
Hótel Blönduós
Gistihúsið Tilraun er fjölskyldurekið og staðsett í hinum sögulega hluta Blönduóss, í stuttri göngufjarlægð frá bökkum Blöndu. Gestir geta útbúið sér máltíðir í sameiginlegu eldhúsi.
Gistihúsið Tilraun
Staðsett rétt við Hringveginn í Norðurlandi á Íslandi, Það býður upp á útsýni yfir Húnaflóa. Ókeypis Wi-Fi og veitingastaður með bar á staðnum. Sæti og útsýni yfir umhverfið eru til staðar í hverju herbergi. Gestir geta valið á milli einkabaðherbergis eða sameiginlegs baðherbergis.
Kiljan Guesthouse
Riverside hostel er staðsett í hjarta hins sögulega gömla bæjar. Hótelið okkar er frábær staður til að slaka á eftir gönguferð eða hitting með vinum. Aðeins eina mínútu gangur til sjávar. Sama hvað þú vilt heimsækja, þá erum við í góðri staðsetningu.
Riverside Blönduósi
Brimslóð Atelier Guesthouse er staðsett rétt við sjóinn í elsta hluta Blönduóss, sem er við þjóðveg 1, 243 km (um það bil 3 klst. akstur) norður af Reykjavík, á Norðvesturlandi á Íslandi.
Brimslóð Atelier
Fornilækur Guesthouse er nýlega enduruppgert gistihús á Blönduósi þar sem gestir geta nýtt sér garðinn og sameiginlegu setustofuna. Gististaðurinn er með útsýni yfir ána og garðinn. Það er sólarverönd á staðnum og gestir geta nýtt sér ókeypis WiFi og ókeypis einkabílastæði.
Fornilækur Guesthouse
Glaðheimar eru staðsettir rétt hjá hringveginum og bjóða upp á útsýni yfir ána Blöndu á Blönduósi. Allir bústaðirnir innihalda sér eldhúsaðstöðu, svefnsófa í flestum húsum, verönd með útihúsgögnum.
Glaðheimar